Úttekt með Bitcoin

Það er einfalt að taka Bitcoin út af Myntkaup reikningnum þínum. Þessi grein mun sýna þér skref fyrir skref hvernig það er gert.

Athugaðu að áður en þú getur tekið út Bitcoin þá þarftu að verða þér úti um Bitcoin addressu (sjá: Hvað er Bitcoin addressa?)

Til þess að taka út Bitcoin þá byrjar þú á því að smella á Úttekt takkann efst í vinstra horninu:

Þegar þú smellir á takkann birtist dálkur vinstra megin þar sem þú getur valið um Bitcoin sem úttektarleið:

Í dálknum hægra megin slærðu síðan inn Bitcoin addressu og upphæðina sem þú vilt taka út. Að þessu loknu smellir þú síðan á Næsta skref takkann:

Þá birtist ný síða þar sem þú getur yfirfarið allar upplýsingar og því næst staðfest úttektarbeiðnina: Athugaðu að fara vel yfir það hvort Bitcoin addressan sé rétt slegin inn. 

Vegna þess hversu flóknar Bitcoin addressur eru þá er mælst gegn því að reyna að muna þær og/eða skrifa þær inn handvirkt þegar framkvæma á færslu. Öruggast er að afrita addressuna í heild og staðfesta að fyrstu og öftustu fjórir stafirnir séu réttir.

Þegar þú smellir á Staðfesta takkann færðu sendan tölvupóst þar sem þú ert beðinn um að staðfesta úttektarbeiðnina. Úttektarbeiðnir í Bitcoin eru afgreiddar daglega og munum við láta þig vita þegar beiðnin hefur verið afgreidd.

Svaraði þetta spurningunni þinni? Takk fyrir endurgjöfina Upp kom villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.