Innborgun með bankamillifærslu

Til þess að leggja inn á Myntkaup reikninginn þinn þá millifærirðu upphæðina inn á eftirfarandi bankareikning:

Nafn: Myntkaup ehf.

Kennitala: 520717-0800

Reikningsnúmer: 0301-26-027012


Við munum afgreiða innborgunina þína eins fljótt og auðið er. Algengast er að peningurinn verði kominn inn á Myntkaup reikninginn þinn á innan við 0-72 klst. 

Í langflestum tilfellum eru innborganir afgreiddar innan örfárra klukkustunda og jafnvel á innan við klukkustund.

Almennt séð má búast við að smærri millifærslur sem eru undir 5.000.000 kr. verði afgreiddar á skjótvirkari hátt heldur en stærri millifærslur.

Við afgreiðum innborganir alla daga ársins, þar með talið um helgar og á hátíðardögum.

Það eru nokkur atriði sem hafa ber í huga með bankamillifærslur inn á reikning þinn hjá Myntkaupum.

  1. Þú verður að millifæra af bankareikning í þínu nafni. Ef þú leggur inn á reikning Myntkaupa af reikning sem er ekki í þínu nafni þá verður upphæðin send til baka.
  2. Þú færð greitt inn á Myntkaup reikninginn þinn í evrum, þar sem markaður fyrir Bitcoin er í þeim gjaldmiðli.
  3. Þegar millifærslan hefur borist inn á reikning Myntkaupa verður upphæðinni umbreytt yfir í evrur á almennu gengi Arion banka. Innborganir sem berast utan opnunartíma gjaldeyrismarkaða eru afgreiddar á almennu dagslokagengi Arion banka síðasta virka dag.
  4. Athugið að gjaldeyrismarkaðir eru aðeins opnir milli 09:30 - 16:00.
  5. Myntkaup rukkar engin gjöld fyrir bankainnborganir.

Þegar þú hefur lagt pening inn á Myntkaup reikninginn þinn þá getur þú byrjað að stunda viðskipti með bitcoin!

Svaraði þetta spurningunni þinni? Takk fyrir endurgjöfina Upp kom villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.