Hvað er Ethereum veski?

Avatar

Skrifað af Myntkaup Teyminu

uppfært 10 mánuðum síðan

Ef þú kaupir Ethereum og vilt taka það út af Myntkaup þá þarftu að byrja á því að verða þér út um Ethereum veski.

Ethereum veski eru öpp sem að innihalda Ethereum. Í hverju veski eru að finna Ethereum addressur og svokallaða leynilykla (nokkurs konar PIN númer) þeirra.

Ethereum veski eru notuð til þess að senda og taka á móti Ethereum. Þau sjá um að búa til Ethereum addressur fyrir þig, sem og að geyma leynilyklana. Þau sjá einnig um aðra hluti eins og að athuga hvort að addressur séu gildar, reikna út færslugjöld og einnig heldur það utan um stöðu og færslusögu þína.

Ethereum veski eru eins og þinn eigin Ethereum heimabanki. Það eru til mörg mismunandi veski og mikilvægt er að velja þau traustustu og öruggustu. Hér má finna góðar leiðbeiningar um veski ef þú ert óviss um það hvaða veski þú ættir að nota.

Svaraði þetta spurningunni þinni?