Úttekt með bankamillifærslu

Það er lítið mál að taka evrur út af Myntkaup reikningnum þínum. Þessi grein mun sýna þér skref fyrir skref hvernig það er gert.

Til þess að taka út evrur þá byrjar þú á því að smella á Úttekt takkann efst í vinstra horninu:

Þegar þú smellir á takkann birtist dálkur vinstra megin þar sem þú getur valið um úttektarleið, evrur eru valdar fyrir þig sjálfkrafa:

Í dálknum hægra megin slærðu síðan inn reikningsnúmer og upphæðina sem þú vilt taka út. Athugaðu að þú getur einungis tekið út á reikning sem er í þinni eigu. Að þessu loknu smellir þú síðan á Næsta skref takkann:

Þá birtist ný síða þar sem þú getur yfirfarið allar upplýsingar og því næst staðfest úttektarbeiðnina:

Bankaúttektir eru afgreiddar á hverjum degi þ.a. að búast má við skjótri afgreiðslu.

Ath varðandi úttektir á gjaldeyrisreikninga: Aðeins er hægt að taka út á gjaldeyrisreikninga sem eru í Arion banka þar sem bankarnir bjóða ekki upp á millifærslur á reikninga í erlendum myntum á milli banka.

Svaraði þetta spurningunni þinni? Takk fyrir endurgjöfina Upp kom villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.