Hvernig innleysi ég kóða á Myntkaup?

Til þess að sækja inneign með kóða sem þú hefur fengið frá Myntkaupum þá byrjarðu á því að skrá þig á Myntkaup.

Þú getur nýskráð þig með því að smella hér: app.myntkaup.is/nyskra.

Þegar þú hefur lokið nýskráningunni þá smellir þú á myndina uppi í hægra horninu og færð þá niður valmynd (sjá skjáskot).

Þú smellir á hlekkinn sem á stendur Innleysa kóða og færð þá upp eftirfarandi skjá:

Hér getur þú stimplað inn kóðann sem þú fékkst sendan og að því loknu þá smelliru á takkann sem á stendur "Sækja inneign".

Ef kóðinn er gildur þá hefur þú fengið inneignina afhenta!

Svaraði þetta spurningunni þinni? Takk fyrir endurgjöfina Upp kom villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.