Gefðu rafmynt í gjöf!

Nú getur þú gefið vinum og vandamönnum þínum rafmynt í gjöf í gegnum Myntkaup! 

Hvernig virkar þetta?

  1. Farðu á gjafabréf síðuna inn í Myntkaup kerfinu og fylgdu skrefunum þar til þess að útbúa gjafabréf fyrir vin/vandamann.
  2. Upphæðin er dregin af þinni innistæðu og í staðinn færðu veglegt gjafabréf á PDF sniði sem hægt er að prenta út og gefa sem gjöf. Sjá dæmi um gjafabréfin hér.
  3. Vinir þínir geta innleyst gjafabréfið á Myntkaup reikningnum sínum og fá þá innistæðu sem nemur upphæðinni sem þú gefur.

Hægt er að gefa inneign í Bitcoin, Ethereum og Evrum. Á gjafabréfinu er 8 stafa kóði sem vinur þinn slær inn til þess að sækja inneignina. Hámarks upphæð sem hægt er að gefa nemur 700 Evrum.

Svaraði þetta spurningunni þinni? Takk fyrir endurgjöfina Upp kom villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.