Gefðu rafmynt í gjöf!
Nú getur þú gefið vinum og vandamönnum þínum rafmynt í gjöf í gegnum Myntkaup!
Hvernig virkar þetta?
- Farðu á gjafabréf síðuna inn í Myntkaup kerfinu og fylgdu skrefunum þar til þess að útbúa gjafabréf fyrir vin/vandamann.
- Upphæðin er dregin af þinni innistæðu og í staðinn færðu veglegt gjafabréf á PDF sniði sem hægt er að prenta út og gefa sem gjöf. Sjá dæmi um gjafabréfin hér.
- Vinir þínir geta innleyst gjafabréfið á Myntkaup reikningnum sínum og fá þá innistæðu sem nemur upphæðinni sem þú gefur.
Hægt er að gefa inneign í Bitcoin, Ethereum og Evrum. Á gjafabréfinu er 8 stafa kóði sem vinur þinn slær inn til þess að sækja inneignina. Hámarks upphæð sem hægt er að gefa nemur 700 Evrum.