Að innleysa gjöf

Ef þú fékkst inneign á Myntkaup í gjöf þá getur þú leyst hana út með eftirfarandi skrefum. 

Fyrst þarftu að stofna reikning á Myntkaupum. Þú getur gert það í gegnum Myntkaup.is eða með því að sækja Myntkaup appið í App Store eða Play Store.

Til þess að innleysa gjöfina þá:

Í Myntkaup appinu ferðu í: Stillingar --> Innleysa gjafakóða


Á Myntkaup.is þá er ferlið eftirfarandi:

Smelltu á prófílmyndina þína efst í hægra horninu og veldu Innleysa gjafakóða:

Þá birtist gluggi þar sem þú getur slegið inn kóðann sem þú sérð á gjafabréfinu þínu:

Sláðu inn kóðann á gjafabréfinu þínu, smelltu á 'sækja inneign' og inneignin sem þú fékkst í gjöf er bætt við Myntkaup reikninginn þinn:

Til hamingju! Þú ert núna kominn með inneign á Myntkaup sem þú fékkst í gjöf.

Svaraði þetta spurningunni þinni? Takk fyrir endurgjöfina Upp kom villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.