Innborgun með Aur

Það er einfalt og fljótlegt að leggja inn á Myntkaup reikninginn þinn með Aur! 

Þessi grein mun sýna þér skref fyrir skref hvernig það er gert.

Til þess að leggja inn með Aur þá byrjar þú á að því að smella á Innborgunar-takkann:

Þegar þú smellir á takkann þá birtist gluggi þar sem þú getur valið innborgunarleið:

Veldu Aur og smelltu á Áfram:

Hér getur þú valið upphæðina sem þig langar að leggja inn með Aur, athugaðu að daglegt hámark sem hægt er að leggja inn með Aur er 90.000kr. 

Fyrir hærri fjárhæðir þá mælum við með að leggja inn með bankamillifærslu.

Þegar þú hefur valið upphæð þá smellir þú á Áfram:

Að því loknu þá setur þú inn símanúmerið þitt sem Aur reikningurinn þinn er tengdur við. Þú færð lagt inn á reikninginn þinn í Evrum, gengistilboð á EUR/ISK er birt í valmyndinni sem birtist.

Þegar þú smellir á Senda þá færð þú senda Aur rukkun í símann þinn.

Þú hefur fimm mínútur til þess að ganga frá rukkuninni sem birtist í Aur appinu.

Þegar þú hefur borgað rukkunina þá mun peningurinn koma inn á reikninginn þinn innan skamms. 

Þegar því er lokið þá getur þú verslað Bitcoin!

Svaraði þetta spurningunni þinni? Takk fyrir endurgjöfina Upp kom villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.