Hvað er Ethereum addressa?

Avatar

Skrifað af Myntkaup Teyminu

uppfært 10 mánuðum síðan

Þegar þú leggur Ethereum inn á Myntkaup reikninginn þinn eða tekur Ethereum út af honum þá sendirðu það á sérstaka Ethereum addressu, sem er ekki ósvipuð bankareikningi.

Ethereum addressa eru 40 stafa blanda af tölustöfum og bókstöfum, ásamt tveggja stafa forskeytinu 0x. Til dæmis getur Ethereum addressa litið svona út: 0x71C7656EC7ab88b098defB751B7401B5f6d8976F

Ethereum addressur eru yfirleitt búnar til af svokölluðum veskjum (sjá: Hvað er Ethereum veski?), þannig ef þú vilt taka Ethereum út af Myntkaup þá þarftu að byrja á því að verða þér úti um veski.

Þegar þú ert kominn með veski þá finnur þú Ethereum addressuna þína þar. Þá geturðu tekið Ethereum út af Myntkaup og lagt inn á þína addressu (sjá: Úttekt með Ethereum).

Svaraði þetta spurningunni þinni?