Innborgun með Ethereum

Það er einfalt mál að leggja Ethereum inn á Myntkaup reikninginn þinn. Þessi grein mun sýna þér skref fyrir skref hvernig það er gert.

Til þess að leggja Ethereum inn á Myntkaup reikninginn þinn byrjar þú á að því að smella á Innborgunar-takkann:

Þegar þú smellir á takkann þá birtist gluggi þar sem þú getur valið innborgunarleið:

Veldu Leggja inn Ethereum og smelltu á Áfram:

Athugaðu að leggja aðeins Ethereum (ETH) inn á Ethereum addressuna sem þú færð úthlutaða. Þegar þú hefur lesið skilaboðin þá getur þú smellt á Ég skil til þess að halda áfram:

Þú færð Ethereum addressu úthlutaða þegar þú skráir þig á Myntkaup.

Þú getur lagt Ethereum inn á þessa addressu hvenær sem er og hvaðan sem er. Þegar þú leggur inn á Ethereum addressuna þína hjá Myntkaupum þá munt þú geta stundað viðskipti með upphæðina sem þú leggur inn eftir 35 staðfestingar á Ethereum bálkakeðjunni.

Svaraði þetta spurningunni þinni? Takk fyrir endurgjöfina Upp kom villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.