Hvað er Bitcoin addressa?

Þegar þú leggur Bitcoin inn á Myntkaup reikninginn þinn eða tekur Bitcoin út af honum þá sendirðu það á sérstaka Bitcoin addressu, sem er ekki ósvipuð bankareikningi.

Bitcoin addressa eru 26-35 stafa blanda af tölustöfum og bókstöfum. Til dæmis getur Bitcoin addressa litið svona út: 1a1zp1ep5qgefi2dmptftl5slmv7divfna

Bitcoin addressur eru yfirleitt búnar til af svokölluðum veskjum (sjá: Hvað er Bitcoin veski?), þannig ef þú vilt taka Bitcoin út af Myntkaup þá þarftu að byrja á því að verða þér úti um veski.

Þegar þú ert kominn með veski þá finnur þú Bitcoin addressuna þína þar. Þá geturðu tekið Bitcoin út af Myntkaup og lagt inn á þína addressu (sjá: Úttekt með Bitcoin).

Svaraði þetta spurningunni þinni? Takk fyrir endurgjöfina Upp kom villa. Vinsamlegast reyndu aftur síðar.